Bingó

Fjölskyldugleði á mbl.is

Leikreglur

Hvað þarftu að vita til að taka þátt?

1. Þátttaka verður takmörkuð og því nauðsynlegt að hafa snör handtök.
2. Til að vera með verður þú að horfa á beina útsendingu á mbl.is.
3. Þátttaka kostar ekkert. Þú skráir þig einfaldlega hér á síðunni og nærð í fyrsta spjaldið þitt, með því að smella á þennan takka neðst á síðunni.
4. Hægt að bæta við tveimur spjöldum í viðbót með því að horfa á auglýsingu.
5. Hver bingóspilari má vera með alls þrjú spjöld.
6. Fyrir bestu upplifun mælum við með að horfa á útsendinguna í einu tæki og spila í öðru.
7. Spilaðar verða ýmsar útfærslur af bingó röðum.
8. Þegar þú færð BINGÓ verður þú að tilkynna það strax með því að ýta á Bingo-takkann við spjaldið. Kerfið les strax úr upplýsingunum og lætur þig vita hvort um alvöru BINGÓ sé að ræða. Ekki er hægt að tilkynna BINGÓ eftir að útsendingu lýkur.
9. Ef þú ert með BINGÓ þá færðu upplýsingar sendar í símann þinn um tilhögun afhendingar vinnings.
10. Allir sem fá BINGÓ fá vinning! Fjöldi vinninga í boði

Spurt og svarað

Ég sótti spjöldin í annari tölvu, hvernig nálgast ég þau aftur?

Þú skráir þig aftur inn hér https://bingo.gamatic.com/mbl/ með sömu upplýsingum og þú gafst upp fyrst og spjöldin þín birtast

Ég fékk vinning en sá ekki hvað ég vann.

Kíktu á netfangið þitt, upplýsingar um vinninginn eru þar. Prófaðu að athuga í ruslatunnunni í tölvupóstinum ef þú finnur ekki staðfestinguna í innhólfinu.

Hvernig sæki ég spjöld?

Þú skráir þig inn hér https://bingo.gamatic.com/mbl/ og fylltu út umbeðnar upplýsingar.

Ef ég vinn, hvernig nálgast ég vinninginn?

Þú sækir hann til okkar - eða kíktu á tölvupóstinn þinn, þar eru allar upplýsingar.

Má ég vera með fleiri en 3 spjöld ?

Alveg sjálfsagt. Við mælum samt með því að vera með fleiri en 1 tæki til að spila.

Ég fékk Bingó en hef ekki tök á að sækja vinninginn, má annar koma í staðinn fyrir mig?

Já, sendu bara staðfestinguna á vinningnum á þann sem sækir. Við merkjum við að viðkomandi komi til okkar.